Upplýsingar til þátttakenda

Til að komast að markmiði rannsóknarinnar að skýra hvernig fólk gefur sögulegum byggingum og stöðum í borginni gildi og merkingu ásamt því hvernig tilfinningar móta samband fólks við staði fortíðar, þurfum við á þinni aðstoð að halda.

Einu kröfur sem gerðar eru til þátttakenda er að þeir líti á sig sem Reykvíkinga (mega vera fyrrum Reykvíkingar) og hafi tengsl við miðborgina. Hafi búið þar eða í nágrenninu á einhverjum tímapunkti í lífi sínu, unnið á svæðinu eða heimsótt miðborgina oft og þekki þar vel til.

Vettvangur rannsóknarinnar er Kvosin í Reykjavík og nágrenni hennar.

Rannsóknin er þríþætt en þú færir annað hvort í viðtal á göngu um miðborgarsvæðið, færir einn í gönguferð með sérstök upptökugleraugu, en í framhaldinu yrði tekið eftirfylgniviðtal,  eða tækir þátt í rýnihóp sem skoðar gamlar myndir af svæðinu.

Hér að neðan gefst þér kostur á að skrá þig til þátttöku og í framhaldinu munum við hafa samband við þig, símleiðis eða með tölvupósti.

Þátttaka þín

Þessi síða er vernduð með reCAPTCHA og Friðhelgisstefna og Þjónustuskilmálar Google gilda.